Gönguferð á föstudegi

Gönguferð á föstudegi

Í dag fórum við með börnin í gönguferð. Við byrjuðum á að fara í búðina þar sem okkur var gefið brauð, þaðan gengum við niður að sjó þar sem við gáfum öndunum og mávunum. Við sáum Æðarkollur, Blika, Sílamáva og Hettumáva. Fuglarnir voru að sjálfsögðu alsælir með matinn sinn og tóku vel á móti okkur. Þegar fuglarnir voru orðnir saddir og sælir ákváðum við að kíkja aðeins við í Láginni þar sem börnin fengu að hlaupa um frjáls og vaða aðeins út í tjörnina. Það voru þó ekki allir sem fóru alveg eftir fyrirmælum svo flestir komu svolítið blautir í fæturna heim Það hafði þó engin áhrif á góða skapið. Myndir frá þessu má finna í myndasafninu.

Góða helgi!