Gögn frá kynningarfundi á Árskógssandi

Gögn frá kynningarfundi á Árskógssandi

Kynningarfundur vegna fyrirhugaðrar seiðaeldisstöðvar Laxóss ehf. á Árskógssandi var haldinn miðvikudaginn 19. janúar 2022. Í ljósi aðstæðna var fundurinn haldinn í fjarfundi en var engu að síður mjög vel sóttur.

Á fundinum voru lögð fram til kynningar drög að deiliskipulagi og drög að breytingartillögu á aðalskipulagi vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar. Auk þess voru lagðar fram þrívíddarteikningar sem sýndu fyrirhugaðar framkvæmdir. Um er að ræða atvinnuhúsnæði á iðnaðarlóð við Öldugötu, uppbyggingu á uppfyllingu austan ferjubryggju auk lagnatenginga.

Hér eru aðgengileg kynningargögn frá fundinum:

Kynning frá skipulagsráðgjafa verkefnisins

Kynning frá Laxós ehf

Upptaka frá fundinum

Íbúar og aðrir hagsmunaaðilar eru hvattir til að kynna sér framlögð kynningargögn og senda inn athugasemdir, ábendingar, hugmyndir eða annað tengt þessum tillögum.

Athugasemdir og tillögur þurfa að vera skriflegar og skulu sendar á netfangið helgairis@dalvikurbyggd.is eða dalvikurbyggd@dalvikurbyggd.is .
Tekið verður við ábendingum til og með sunnudeginum 6. febrúar nk.