Góður árangur UMSE á Silfurleikum ÍR í frjálsum íþróttum

Laugardaginn 21. nóvember síðastliðinn voru haldnir Silfurleikar ÍR og átti UMSE 4 keppendur á þessu móti en alls tók 571 keppandi þátt. Þar af voru tveir keppendur úr Dalvíkurbyggð þau Maggi Macej Zymkowiak og  Stefanía Aradóttir. Að auki kepptu þær Gunnlaug Helga Ásgeirsdóttir og Mekkín Daníelsdóttir.

Okkar fólk stóð sig með miklum sóma. 

Maggi sigraði í kúlu 13,33 og 200m hlaupi (28,16 sek) , varð annar í 60m hlaupi (8,42 sek) og 60m grindahlaupi ( 10,65 sek) og þriðji í hástökki með 1,55m. Hann keppir í flokki 13 ára stráka.

Stefaníu gekk einnig vel og hún bætti sig í 60m 8,92 sek. og í kúluvarpi en þar var árangurinn ( 8,16m). Að auki stórbætti hún sig í 200m ( 29,61 sek ) en grindahlaupið gekk ekki alveg upp hjá henni að þessu sinni.