Góð þátttaka í vorfuglaferð

Góð þátttaka í vorfuglaferð

Hátt í fjörutíu manns tóku þátt í vorfuglaferðinni á vegum Náttúrusetursins á Húsabakka sl laugardagsmorgun. Þátttakendur voru á öllum aldri frá eins árs til áttræðs og hlýddu með athygli fræðandi frásagnir af vörum Arnórs Sigfússonar um fugla Friðlandsins og Sveinbjörns Steingrímssonar sem bætti um betur með ýmsum sagnfræðilegum útúrdúrum um hin og þessi kennileiti á leiðinni fram að Hrísatjörn og umhverfis Hrísahöfðann.

Vissuð þið t.d. að hólminn sunnan við Árgerðisbrúna heitir Hrísahólmi en ekki Árgerðishólmi. Árgerðishólominn er aftur á móti norðan við brú og vart hægt að tala um hólma lengur þar sem hann er svo gott sem landfastur.

 
Arnór messar yfir ungum sem öldnum