Glæsileg frammistaða á Stóru upplestrarkeppninni

Glæsileg frammistaða á Stóru upplestrarkeppninni

Í gær, 5. mars, var lokadagur Stóru upplestrarkeppninar haldin í Ólafsfirði, en í henni keppa nemendur 7. bekkjar Dalvíkurskóla, Árskógarskóla, Grunnskóla Ólafsfjarðar og Grunnskóla Grímseyjar. Keppnin tókst vel í alla staði og stóðu allir keppendur sig með mikilli prýði. Lesnar voru þrjár umferðir, í fyrstu umferð voru lesnar svipmyndir úr skáldsögunni Leyndardómar ljónsins eftir Brynhildi Þórarinsdóttur, í annarri umferð ljóð eftir Örn Arnarson og í þriðju umferð lásu nemendurnir ljóð að eigin vali.

Veitt eru verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin en að þessu sinni komu sigurvegararnir allir úr Dalvíkurskóla. Sigurvegar var Ásdís Dögg Guðmundsdóttir, í öðru sæti var Lilja Gestsdóttir og þriðja sætið hlaut Jóhann Ólafur Sveinbjarnarson. Við óskum þeim innilega til hamingju með þennan glæsilega árangur.