Gásakaupstaður ses. auglýsir lausa stöðu framkvæmdastjóra

Framkvæmdastjóri
Gásakaupstaðar ses
Gásakaupstaður ses. auglýsir lausa stöðu framkvæmdastjóra
frá áramótum. Um er að ræða 70-80% starfshlutfall.
Í dag hefur framkvæmdastjóri aðsetur á Akureyri en
möguleiki er á aðsetri annars staðar í Eyjafirði.
Starfssvið
• Umsjón með rekstri sjálfseignarstofnunarinnar
• Uppbygging á Gásakaupstað og fjármögnun hennar
• Umsjón, skipulagning og stjórnun viðburða á vegum stofnunarinnar
s.s. miðaldadaga
• Kynningarmál hérlendis sem erlendis
• Samskipti við stofnanir, hönnuði, arkitekta, félagasamtök o.fl.
Menntunar- og hæfniskröfur
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi
• Þekking og áhugi á menningartengdri ferðaþjónustu
• Góð færni í ensku og í a.m.k. einu norðurlandamáli
• Þekking og reynsla í viðburðastjórnun
• Leiðtogahæfni, hugmyndaauðgi, árangursþörf og framúrskarandi
hæfni í samskiptum
• Skipulagshæfni og geta til að vinna sjálfstætt
Umsóknarfrestur er til 31. október nk. Umsóknir og ferilskrár
óskast sendar rafrænt á netfangið gudmundur@horgarbyggd.is
og mun móttaka umsókna verða staðfest.
Nánari upplýsingar um starfið veita Kristín Sóley Björnsdóttir,
framkvæmdastjóri ses. í síma 462 4162 og
Guðmundur Sigvaldason, stjórnarformaður í síma 860 5474.
Gásakaupstaður ses er sjálfseignarstofnun í eigu 6 sveitarfélaga í Eyjafirði, Minjasafnins á Akureyri,
Gásafélagsins og Laufáshópsins. Markmið stofnunarinnar er að vinna að uppbyggingu þjónustu og
sýningarsvæðis til að miðla upplýsingum um hinn forna sögustað Gásakaupstað í Eyjafirði.
Gásakaupstaður er verslunarstaður frá miðöldum og eru friðlýstar fornleifar í umsjón Fornleifaverndar
ríkisins. Á staðnum má sjá einstakar rústir þessa forna kaupstaðar sem voru við lýði allt frá 12. öld
jafnvel þar til verslun hófst á Akureyri á 16. öld. Þar lauk viðamiklum fornleifauppgreftri 2006 í umsjón
Minjasafnsins á Akureyri. Nánari upplýsingar um Gásir má nálgast á www.gasir.is