Fyrstu eplatrén í landi sveitarfélagsins

Fyrstu eplatrén í landi sveitarfélagsins

Í gær, 11. október, gróðursettu Valur umhverfisstjóri og Jón Arnar Sverrisson fyrstu eplatrén í landi sveitarfélagsins. Þau voru sett niður í góðu skjóli og á snjóléttum stað við göngustíg í skógrækt Sveins Ólafssonar þar sem gestir og gangandi geta fylgst með þeim og skoðað upplýsingar um þau, en trén eru merkt með merkimiðum. Trén eru sérvalin og hafa verið ræktuð upp til að þola vel íslenskar aðstæður. Það verður spennandi að sjá hvernig þessum fallegu trjám reiðir af í okkar norðlensku veðráttu.