Fyrsti húsbíllinn á tjaldsvæðinu

Fyrsti húsbíllinn á tjaldsvæðinu

Tjaldvæðið á Dalvík hefur venjulega opnað í júní og svo átti að vera í sumar. En þrátt fyrir það gistu fyrstu gestir ársins á tjaldsvæðinu síðastliðna nótt. Líklega eru þetta fyrstu gestirnir á Páskahátíðina sem nú brátt hefst. Gestirnir eru að taka út norðlensk skíðasvæði og voru þau mjög ánægð með aðstæður í Böggvisstaðafjalli, þegar þau voru tekin tali. Eins og sjá má er tjaldsvæðið nýkomið undan snjó en þau hjónin létu það ekki á sig fá enda vel búin og ferðavön.