Fyrsti fundur starfsmannafélags Dalvíkurbyggðar

Í gær kom saman í fyrsta sinn stjórn starfsmannafélags Dalvíkurbyggðar en í stjórn sitja þau Jón Arnar Sverrisson, Margrét Ásgeirsdóttir, Snæborg Jónatansdóttir, Friðjón Sigurvinsson og Sigfríð Valdimarsdóttir. Á fundinum var Jón Arnar Sverrisson kosinn formaður stjórnar og ákvað stjórn að boða til aðalfundar bráðlega til að kynna félagið nánar.

Tilgangur starfsmannafélagsins er að:

  • Að  auka ánægju og samkennd starfsmanna Dalvíkurbyggðar og auka þá tilfinningu starfsmanna fyrir Dalvíkurbyggð sem einni heild og samstarfi milli stofnana.
  • Að stuðla að bættum starfsanda meðal starfsmanna Dalvíkurbyggðar og almennu félagslífi.
  • Að starfrækja sjóð sem stendur undir útgjöldum sem starfsmenn bera sameiginlega svo sem ferðalög og skemmtunum starfsmanna sem stjórn tekur ákvarðanir um.
  • Halda árshátíð starfsmanna.

Starfsmannafélag Dalvíkurbyggðar er partur af starfsmannastefnu Dalvíkurbyggðar sem samþykkt var í bæjarstjórn 19. september 2006 og má nálgast starfsmannastefnuna í heild sinni hér.