Fyrsti fundur nýrrar sveitarstjórnar

Fyrsti fundur nýrrar sveitarstjórnar

Nýkjörin sveitarstjórn hélt sinn fyrsta fund í gær. Af því tilefni stillti sveitarstjórnin sér upp fyrir myndatöku. Á fundinum var meðal annars kosið í nefndir, ráð og stjórnir sveitarfélagsins og formlega gengið frá ráðningu nýs sveitarstjóra.  Eftir fundinn afhenti svo Svanfríður, fráfarandi sveitarstjóri, Bjarna, nýjum sveitarstjóra, lyklana að Ráðhúsinu.

Í sveitarstjórn kjörtímabilið 2014-2018 eru eftirtaldir:

Aðalmenn:
Bjarni Th. Bjarnason (B)
Kristján Guðmundsson (B)
Heiða Hilmarsdóttir (B)
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson (D)
Valdemar Þór Viðarsson (D)
Guðmundur St. Jónsson (J)
Valdís Guðbrandsdóttir (J)

Varamenn:
Þórhalla Franklín Karlsdóttir (B)
Pétur Sigurðsson (B)
Íris Hauksdóttir (B)
Lilja Björk Ólafsdóttir (D)
Haukur A. Gunnarsson (D)
Kristján Eldjárn Hjartarson (J)
Andrea Ragúels Víðisdóttir (J)

Stjórnir, ráð og nefndir 2014-2018

Málefna- og samstarfssamningur á milli B-lista Framsóknar og óðháðra og D-lista Sjálfstæðisfélags Dalvíkurbyggðar og óháðra 2014-2018