Fyrsti dagur gönguviku á morgun - gengið í kringum fjallið Skjöld

Allir áhugasamir! Þá er fyrsti í gönguviku á morgun. við munum safnast saman við bílaútskotið neðan við Atlastaði í Svarfaðardal (þar sem upphafsskilti Heljugöngu er) þaðan sem lagt verður af stað kl. 10:00 í göngu í kring um fjallið Skjöld. Eins og flestum er kunnugt er enn mikill snjór á fjöllum sem er bara hið besta mál, en samt er æskilegt að fólk hafi með sér legghlífar og veri í góðum vatnsheldum skóm. Veðurspá er bara góð til fjallgangna og allt lítur vel út. Við komum niður Skallárdal og endum á sama punkti og við lögðum upp frá u.þ.b. 9 til 10 tímum áður. Hlakka til að hitta ykkur. kv. Kristján

www.dalvikurbyggd.is/gonguvikur

www.facebook.com/gonguvika