Fyrsta helgi í aðventu

Fyrsta helgin í aðventu er framundan og  aðventu- og jólastemningin er að færast yfir Dalvíkurbyggð. Um helgina, bæði laugardag og sunnudag, verður hinn árlegi jólamarkaður á Skeiði í Svarfaðardal og á sunnudaginn opnar menningarhúsið Berg í jólabúningi sínum. Tvennir jólatónleikar verða á dagskránni á sunnudaginn, Salka kvennakór í Dalvíkurkirkju og Mímiskórinn - kór aldraðra í menningarhúsinu Bergi. Góða skemmtun.