Fyrsta ganga gönguviku Dalvíkurbyggðar

Fyrsta ganga gönguviku Dalvíkurbyggðar

Í gær var farin fyrsta ganga gönguviku Dalvíkurbyggðar. Gengið var upp Sauðdal, í gegnum Vikið og niður í Karlsárdal. Fimm hófu göngu í ekta íslensku dumbungsveðri. Fólk var vel búið og klárt í að njóta náttúrunnar þrátt fyrir kalda og á kafla snjókomu. Í Vikinu var kafsnjór og snjór gengin uppá læri. Grösin fengu meiri athygli þar sem fólk var ekki upptekið af því að glápa á sólina. Mjög góð ferð og fólk ánægt að hafa drifið sig af stað á sunnudagsmorgni.

Fleiri myndir hér.