Fyrirtækjaþing haldið í dag

Fyrirtækjaþing verður haldið 6. nóvember kl. 16:00 í Safnaðarheimili Dalvíkurkirkju. Meginþemað er efnahagsmál með hliðsjón af því sem er að gerast í Dalvíkurbyggð. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson frá Saga Capital mun verða með framsöguerindi þar sem hann greinir stöðuna í dag og hver hún getur orðið. Eftir hans erindi munu fulltrúar fyrirtækja í Dalvíkurbyggð gera grein fyrir hvernig staðan í efnahagsmálum kemur við þeirra fyrirtæki og fyrirtækja í þeirra starfsgeira.
Símenntun í atvinnulífinu og aðkoma Dalvíkurbyggðar að því mun verða rædd af tveimur starfsmönnum Dalvíkurbyggðar þar sem kynnt er hvað sveitarfélagið býður uppá varðandi símenntun. Fyrirtækjaþingið er öllum opið og allir eru velkomnir.

Dagskrá:
1. Staðan í efnahagsmálum, hvernig lítur framtíðin út?

Inngangserindi

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, Saga Capital
Pallborð um stöðuna í Dalvíkurbyggð

Gunnar Aðalbjörnsson, Samherja
Daði Valdimarsson, Promens
Björn Friðþjófsson, Tréverki
Svanfríður Jónasdóttir, Dalvíkurbyggð
Gunnhildur Gylfadóttir, bóndi, Steindyrum
Stjórnandi Hilmar Guðmundsson, varaformaður atvinnumálanefndar


2. Símenntun í atvinnulífinu

Náms- og starfsráðgjöf hjá Dalvíkurbyggð- Guðný Jóna Þorsteinsdóttir
Námsverið á Dalvík, kynning – Anna Baldvina Jóhannesdóttir
Samantekt og lokaorð