Fyrirlestur um hegðunarvanda í sal Dalvíkurskóla

Þriðjudaginn 30. janúar klukkan 16:00 verður Ingvar Sigurgeirsson prófessor við Kennaraháskóla Íslands með fyrirlestur í sal Dalvíkurskóla. Fyrirlesturinn ber heitið Geta jákvæð viðhorf dregið úr hegðunarvanda? Þar segir frá rannsókn Ingvars á hegðunarvandamálum í Grunnskólum Reykjavíkur skólaárið 2005-2006. Fyrirlestur þessi er liður í skólastefnuvinnu Dalvíkurbyggðar.

Allir sem hafa áhuga á málefninu eru hvattir til að mæta.