Fundur Framfarafélagsins um byggðamál og byggðaþróun

Íbúafundur um byggðamál og byggðaþróun til næstu ára með sérstakri skírskotun til Dalvíkurbyggðar, í Bergi laugardaginn 14. nóvember kl. 14-16.

Málshefjandi:
Þóroddur Bjarnason prófessor við Háskólann á Akureyri.

Almenn umræða:
Hvernig getum við treyst atvinnulíf í byggðarlaginu til framtíðar - er það of einhæft, eru stoðir þess of fáar?
Hvaða leiðir eru færar til að auka fjölbreytni og efla búsæld?
Hvernig löðum við unga fólkið aftur heim?
Hverjir eru ,,seglar“ ámóta byggða og Dalvíkurbyggð er?
Hvert er hlutverk sveitastjórna til að skapa grósku í atvinnulífinu? 

Við leggjum áherslu á stutt innlegg og fjöruga umræðu þar sem allir komast að með hugmyndir sína.

Eftir íbúafundinn:
Aðalfundur Framfarafélags Dalvíkurbyggðar kl. 16-17.

Framfarafélag Dalvíkurbyggðar