Fundum bæjarstjórnar frestað í júlí og ágúst

Á síðasta fundi bæjarstjórnar Dalvíkurbyggðar þann 30. júní 2009 var samþykkt tillaga um frestun bæjarstjórnarfunda skv. 12. gr. samþykkta um stjórn Dalvíkurbyggðar og fundarsköp bæjarstjórnar nr. 352/2006 með síðari breytingum.

Með vísan til 12. gr. í samþykktum um stjórn Dalvíkurbyggðar og fundarsköp bæjarstjórnar samþykkir bæjarstjórn að fresta fundum sínum í júlí og ágúst 2009.

Jafnframt er bæjarráði Dalvíkurbyggðar falin fullnaðarafgreiðsla þeirra mála, sem það telur nauðsynlegt að fái afgreiðslu.