Fulltrúafundur Landssamtakanna Þroskahjálpar haldinn á Dalvík

Fulltrúafundur Landssamtakanna Þroskahjálpar verður haldinn á Dalvík dagana 13. og 14. október. Fundurinn er opinn öllu áhugasömu fólki. Dagskrá fundarins er að taka á sig mynd en meginviðfangsefni fundarins er umfjöllun um efnisatriði skýrslu félagsmálaráðuneytisins "Mótum framtíð". Skýrsla þessi hefur verið í smíðum nú um nokkurt skeið og standa vonir til að félagsmálaráðherra kynni innihald hennar á haustdögum.

Fundurinn verður settur föstudaginn 13. október kl. 20.30. Dagskrá þess kvölds er eftirfarandi:

Þingfulltrúar boðnir velkomnir: Kolbrún Ingólfsdóttir formaður Þroskahjálpar á Norðurl.eystra.

Ávörp: Bjarnveig Ingvadóttir, forseti bæjarstjórnar í Dalvíkurbyggð, Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra.

Ræða: Gerður Árnadóttir formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar

Tónlistaratriði á milli atriða og kaffiveitingar í boði samtakanna.

Laugardaginn 14. hefst dagskráin kl. 9.00.

Fyrirlesarar munu innleiða umræður um framangreind efni fyrir hádegi:

Skipulag þjónustunnar málshefjandi: Þórgnýr Dýrfjörð

Málefni fatlaðra barna og fjölskyldna þeirra málshefjandi: Gerður A. Árnadóttir

Málefni fullorðins fólks með fötlun málshefjandi: Jarþrúður Þórhallsdóttir

Starfmannamál í framtíðinni málshefjandi: Vilborg Jóhannsdóttir

Réttindagæsla og réttarvernd málshefjandi: Ágúst Þór Árnason

Eftir hádegi gefst fólki síðan tækifæri á að skipta sér í hópa og ræða sín á milli um sömu efni. Niðurstöður hópanna mun síðar verða kynntar á heimasíðu samtakanna. Ráðgert er að þessum hluta fundarins verði lokið kl. 15.00.

Kl. 15.30 hefst síðan fulltrúafundur fyrir kjörna fulltrúa þar sem m.a. kynnt verður fyrir fulltrúum starfsemi og fjárhagur samtakanna.

Hátíðarkvöldverður verður síðan fram borinn kl. 19.30 og kvöldið notað til að gleðjast í góðra vina hópi.

Þátttaka tilkynnist á skrifstofu samtakanna síma 588-9390 eða tölvupóstfang asta@throskahjalp.is

Upplýsingar fengnar af heimasíðu Þroskahjálpar www.throskahjalp.is