Fuglastígur er málið

Fuglastígur er málið

Margir gestir lögðu leið sína á íslenska sýningarsvæðið á Birdfair í ágúst en Arnór Sigfússon sat þar fyrir okkar hönd, deildi út bæklingum og hélt uppi kynningu á Friðlandi svarfdæla og sýningunni „Friðland fuglanna“. Arnór segir að miðað við spurningar og viðbrögð gesta sé brýnasta verkefni okkar að skipuleggja og kynna fuglastíg eins og Þingeyingar hafa verið að gera og Norðurland vestra er í startholunum með. Væntanlega mun markaðsstofa Norðurlands ásamt hagsmunaaðilum fljótlega funda um það mál.

 
Arnór Sigfússon