Fuglaskoðun - Skyggnst eftir margæs

Fuglaskoðun - Skyggnst eftir margæs

Annað kvöld, miðvikudagskvöldið 6. júní kl 20 verður farin fuglaskoðunarferð á vegum náttúrusetursins á Húsabakka. Arnór Sigfússon fuglafræðingur í Vallholti fer fyrir hópnum og gengur sem leið liggur frá Olís út í Hrísahöfða. Arnór hefur verið að fylgjast með margæs sem gert hefur sig heimakomna í Friðlandinu og tók m.a. af henni meðfylgjandi mynd. E.t.v. gefst þáttakendum kostur á að virða umrædda gæs fyrir sér fyrir nú utan alla hina fljúgandi dýrðina sem ómar nú allan sólarhringinn. Þá gefst einnig kostur á að skoða nýju fræðsluskiltin sem varða gönguleiðina út í höfða.

 
margæs í gegnum kíki