Fuglaskiltin komin upp

Fuglaskiltin komin upp

Nú er full ástæða fyrir fólk að ganga út í Hrísahöfða og fylgjast með fuglalífinu sem gerist ekki öllu líflegra en um þetta leyti árs. Ekki spillir að búið er að setja upp 30 fuglaskilti til viðbótar við jurtaskiltin sem fyrir voru við fræðslustíginn umhverfis höfðann. Þar eru taldir upp allflestir íbúar friðlandsins og  sagt örstutt frá þeim á íslensku og ensku. Hrísahöfðinn með sínum frábæra fræðslustíg er sannkölluð náttúruperla sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.