Fuglaferð

Náttúrusetrið á Húsabakka og Byggðasafnið Hvoll standa sameiginlega fyrir svokallaðri „Fuglaferð í Friðland Svarfdæla“ og hafa sent út bréf og kennsluefni til allra skóla og leikskóla á Norðausturlandi um hana. Þar er yngri bekkjum grunnskóla og eldri leikskólabörnum boðið í heimsókn að Hvoli og Húsabakka. Geta skólarnir fengið sent kennsluefni með fróðleik söngvum og myndum af fuglum sem börnin geta lært að þekkja áður en lagt er upp í ferðina. Fyrst er komið við á Hvoli þar sem börnin geta séð viðkomandi fugla  í návígi og safnstjóri spjallar við þau en síðan er ferðinni heitið að Húsabakka þar sem farið verður í göngu niður í Friðlandið og ýmis fróðleikur, söngur og skemmtan höfð í frammi. Nánari upplýsingar fást hjá Írisi s: 8621497 og Hjörleifi s: 8618884.

Sjá bréf