Fugl fyrir milljón 2011

Ljósmyndasamkeppnin Fugl fyrir milljón 2011, hófst þann 14.maí síðastliðinn og stendur til 31. ágúst og er þátttaka öllum opin. Allar nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu þessa verkefnis Fugl fyrir milljón. Sigurvegari síðasta árs var Einar Guðmann en hann tók mynd af langvíum í Grímsey. Auk þess að fá eina milljón króna í verðlaun fékk hann verðlaunagripinn Tröllafugl unnin úr tré af listakonunni Garúnu á Ólafsfirði, íslenska Fuglavísinn og stækkaða verðlaunamyndina. Það er því til mikils að vinna og um að gera að taka þátt.