Frumsýning Leikfélags Dalvíkur og Dalvíkurskóla

Frumsýnt var í gær leikverk úr verkum Grimmsbræðra. Dagskrá þessi saman stendur af 5 ævintýrum : Rauðhetta og Úlfurinn, Hans og Gréta, Kiðlingarnir 7, Rumputuski og Gullgæsin. Arnar Símonarson hefur unnið handrit upp úr þessum verkum og hann er einnig leikstjóri. Pétur Skarphéðinsson sér um ljósahönnun og þeir Kristján Guðmundursson og Aron Birkir Óskarsson sjá um leikmynd og hljóð. Um er að ræða sérstakt samstarfsverkefni milli Leikfélags Dalvíkur og Dalvíkurskóla. Næstu sýningar.

Sýningin var góð og skemmtileg og var greinilega búið að leggja mikið á sig við æfingar og undirbúning. Sviðsmyndin var flott og allir leikarar voru mjög einbeittir. Nú er um að gera að flykkjast í leikhús og njóta stjarna framtíðarinnar í leikhúsi.
Fólk á frumsýningunni hafði mjög gaman að og jafnvel yngstu áhorfendur fylgdust spenntir með þessum kynjaverum.