Fróðlegt gæsaspjall

Elsta grágæs sem skotin hefur verið var 36 ára. Heiðagæsir verpa í Þorvaldsdal. Helsingjar eru teknir að verpa og koma upp ungum á Íslandi. Þessir fróðleiksmolar ásamt mörgum öðrum var meðal þess sem Arnar Sigfússon fuglafræðingur upplýsti í gæsaspjalli sínu á Rimum sl. fimmtudagskvöld. Ágæt mæting  var á fræslufundinn sem haldin var á vegum Náttúrusetursins á Húsabakka. Augljóst er á mætingu á fræðslufundina að margir eru hér áhugasamir um gangverk náttúrunnar og fróðleiksfúsir um meira. Arnór hefur um langt skeið lagt stund á gæsarannsóknir í góðri samvinnu við gæsaveiðimenn vítt og breitt um landið. Hafa rannsóknir hans verulega aukið við þekkingu manna á gæsastofnunum hér sem eiga athvarf hér á landi um lengri eða skemmri tíma.