Frítt í rækt og sund í Hreyfiviku UMFÍ

Í tilefni af Hreyfiviku UMFÍ 23.-29. maí verður frítt í rækt og sund í Íþróttamiðstöð Dalvíkurbyggðar alla þá viku.
Einnig er frítt í hefðbundna líkamsræktartíma. 

Þar að auki verða göngu- og skokkhópar úti, eins og síðasta sumar, frá og með 23. maí og út júní (frítt í þessa tíma í allt sumar).

Mánudaga og fimmtudaga kl. 17:15: Skokk/göngu og styrktar hópur
Umsjón: Jóna Gunna og Hanna
-mæting við íþróttamiðstöðina

Þriðjudaga kl. 17:15: Hjólahópur
Umsjón: Elíngunn Rut Sævarsdóttir
-mæting við íþróttamiðstöðina

Fyrsta miðvikudagsganga ferðafélagsins er 8. júní
Umsjón: Ferðafélag Svarfdæla
-mæting við kirkjuna (miðvikudaga kl. 17:15, nánar á www.fi.is )

Einnig er stefnt að því að vera með crossfit í boði í sumar. Áhugasamir geta fylgst með á facebook: Crossfit Dalvík