Frítt fyrir íbúa á Byggðasafnið Hvol í vetur

Frítt fyrir íbúa á Byggðasafnið Hvol í vetur

Í vetur verður Byggðasafnið Hvoll opið á laugardögum á milli kl. 14.00-17.00 og býðst íbúum Dalvíkurbyggðar að skoða safnið sitt frítt á þessum tím . Safnkostur safnsins er fjölbreyttur og því ættu allir að geta haft gagn og gaman af að skoða menningararfinn. Nú er um að gera fyrir þá íbúa sveitarfélagsins sem ekki enn hafa kíkt á safnið að koma þar við sem og þá sem þegar hafa lagt leið sína þangað að endurnýja kynni sín af þeim skemmtilegu og fjölbreyttu munum sem eru til sýnis þar.