Frítt á skíði fyrir vetrarkortshafa skíðasvæðisins á Dalvík í Hlíðarfjall

Hlíðarfjall verður opið á morgun föstudag, laugardag og sunnudag. Þeir sem eru með vetrarkort á skíðasvæðinu á Dalvík fá frítt á skíðasvæðið í Hlíðarfjalli þessa daga gegn framvísun vetrarkorts á skíðasvæðið á Dalvík.

Það eru fínar aðstæður í Hlíðarfjalli og hvetjum við fólk til að skella sér á skíði og nýta sér þessa góðu þjónustu sem okkur er boðið og þökkum við fyrir gott boð.

Upplýsingar um opnunartíma eru á www.hlidarfjall.is