Friðrik Friðriksson hættir sem sparisjóðsstjóri

Friðrik Friðriksson lætur nú um áramótin af störfum sem sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Svarfdæla eftir 23 ár í því starfi en hann hefur starfað hjá sparisjóðnum frá árinu 1970, þar af sem sparisjóðsstjóri frá 1985.

Á þessum tímamótum vilja Sparisjóðirnir á Íslandi þakka Friðriki löng og farsæl störf fyrir Sparisjóðina og senda þeim hjónum hlýjar kveðjur með þökk fyrir gott samstarf og ánægjulegar stundir á vettvangi sparisjóðanna.

Sparisjóðirnir óska þeim hjónum Friðrik og Marín alls hins besta á nýju ári.

Sparisjóðirnir á Íslandi

Frétt fengin af www.dagur.net