Friðrik Arnarson ráðinn skólastjóri Dalvíkurskóla

Friðrik Arnarson
Friðrik Arnarson

Friðrik Arnarson deildarstjóri í Dalvíkurskóla hefur verið ráðinn skólastjóri Dalvíkurskóla. Friðrik lauk B.Ed. prófi frá Kennaraháskóla Íslands 1995 og M.Ed. prófi 2016 frá Háskólanum á Akureyri. Friðrik hefur unnið sem deildarstjóri eldra stigs Dalvíkurskóla frá 2008 og sem staðgengill skólastjóra frá 2016. Friðrik hefur unnið mest við kennslu og svo stjórnun frá 1995.

Við bjóðum Friðrik velkominn í nýtt starf og óskum honum velfarnaðar.