Friðarganga í Dalvíkurskóla

Friðarganga í Dalvíkurskóla

Nemendur, starfsfólk og foreldrar í Grunnskóla Dalvíkurbyggðar fóru í friðargöngu í dag en gengið var frá Dalvíkurskóla og upp að kirkju. Vinabekkir gengu saman og kennarar báru kyndla. Séra Magnús tók á móti hópunum, færði hverjum árgangi eitt friðarkerti sem nemendur kveiktu á og lögðu við minnisvarðann í kirkjugarðinum. Magnús talaði til barnanna um frið, einelti og vináttu og endaði stundin á fallegri friðarbæn.

Í skólanum vinna nemendur nú að ýmsum verkefnum um frið og er þessi uppákoma er í tengslum við friðarþema skólans, en Grunnskóli Dalvíkurbyggðar vinnur með eitt lífsleikniþema í hverjum mánuði. Með því að kenna börnum dyggðir er þeim innrætt virðing, góðvild og ábyrgð gagnvart sjálfum sér.

Í vetur hefur verið unnið með virðingu, vellíðan, kærleik, þekkingu og færni og í mars og apríl ætlum við að vera með fjölmenningu í lífsleikniþema okkar.