Fréttir frá Íþróttamiðstöðinni

Fréttir frá Íþróttamiðstöðinni

Hallgrímur Ingi Vignisson og Hera Margrét Guðmundsdóttir voru fastráðin við Íþróttamiðstöðina á Dalvík í febrúarmánuði. Hafa þau bæði hafið störf. Bjóðum við þau velkomin til starfa.

Stýrihópur um heilsueflandi samfélag í samstarfi við íþróttamiðstöðina hafa ákveðið að bjóða upp á „lengri opnun“ á líkamsræktinni mánudaga til fimmtudaga. Í dag lokar ræktin kl. 20:00 þessa daga, en frá og með 1. apríl verður hægt að fá að vera í ræktinn til kl. 21:00, á meðan að þrif á klefum fer fram. Vegna þrifa þá verður ekki hægt að nota sturtur eftir kl. 20:00. Sundlaugin lokar áfram kl. 20:00. Er um tilraunaverkefni að ræða og í haust verður ákveðið hvort áframhald verður á þessari auknu opnun í líkamsrækt.

 

Almennur opnunartími er:
Mánudaga til fimmtudaga 6:15-20:00
föstudga: 6:15-19:00
Helgar: 9:00-17:00


Páskaopnun 2019 verður frá 10:00-18:00. (fimmtudag til mánudags)