Fréttir af Comeniusverkefni

Ítalíufararnir eru komnir heim eftir ævintýralega ferð.  Það er alltaf gaman og lærdómsríkt að hitta nemendur og kennara frá öðrum löndum og deila reynslu og kynnast nýjum siðum og venjum. Við fengum höfðinglegar móttökur þar sem heil lúðrasveit (herdeild) tók á móti okkur og lék m.a. solo mio og þjóðsönginn. Það rigndi vel á okkur en sólin lét sjá sig í lok ferðarinnar. Við komum svo sannarlega heim vel haldin því ekkert var sparað við okkur í mat.

Við komum einnig heim fulllestuð að verkefnum. En eitt af því sem allir skólarnir voru að vinna að eru sögupokar með sögum úr náttúrunni ásamt leikbrúðum sem fylgja hverjum poka. Okkar framlag Ástarsaga úr fjöllunum eftir Guðrúnu Helgadóttur. Einnig hafa nemendur unnið verkefni um vatn og okkar framlag þar var ísgerð.
Verkefnin framundan eru tilraun þar sem við erum að kanna hreinleika vatns með tilliti til vaxtar. Við ætlum líka að setja niður kartöflur og fylgjast með vaxtarskilyrðum í hverju landi. Einnig textagerð við lag sem við veljum sameiginlega. 
Bangsinn Bärlin er kominn í heimsókn til okkar frá Þýskalandi og verður hjá okkur fram í  maí þegar hann mun halda áfram ferðalagi sínu á milli þátttökuskóla.
Við er að vinna í að setja saman myndirnar sem við tókum og munum birta þær hér fljótlega.  Hér er tengill inn á verkefnið þar er hægt að fylgjast með vinnunni. http://schule.explorarium.de/course/view.php?id=495
Einnig erum við vinna að aðgengilegri  vef fyrir verkefnið sem mun birtast hér fljótlega.