Frestun á fundum bæjarstjórnar

Fyrir fundinum lá tillaga um frestun á fundum bæjarstjórnar í júlí og ágúst, með vísan í 12. gr. í samþykktum um stjórn Dalvíkurbyggðar og fundarsköp bæjarstjórnar, og að bæjarráði væri á sama tíma falin fullnaðar afgreiðsla þeirra mála sem það telur nauðsynlegt að fái afgreiðslu.
Tillagan samþykkt samhljóða.