Framtíð Húsabakka

Framtíð Húsabakka

- Hver voru skilaboð íbúaþings!

Boðað er til opins fundar um málefni Húsabakka að Rimum þriðjudaginn 21. nóvember kl. 20.30.

Tilefni fundarins er að fara yfir skilaboð íbúaþings varðandi starfsemi að Húsabakka en þar var m.a. rætt um setur tengt náttúru, útivist, sögu og menningu. Þá voru ræddar hugmyndir um þjóðsagnasetur.

Tröllaskagastofa, upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn um Tröllaskaga, var einnig nefnd.

Eru þetta verkefnin?

Hvert á framhaldið að vera?

Fundarstjóri er Jóhann Ólafsson

Áhugafólk um framtíð Húsabakka er hvatt til að mæta

 

Bæjarstjórinn í Dalvíkurbyggð

Svanfríður Jónasdóttir