Framlenging á grenndarkynningu

Framlenging á grenndarkynningu

Framlenging til 5. janúar á grenndarkynningu vegna fjarskiptamasturs við Gunnarsbraut 4, Dalvík.

Vegna beiðni íbúa hefur verið ákveðið að framlengja grenndarkynningu vegna fjarskiptamasturs við Gunnarsbraut 4, Dalvík.
Framkvæmdin felst í byggingu á nýju 30 metra háu mastri fyrir öll almenn þráðlaus fjarskipti, útvarp, sjónvarp sem og neyðar- og öryggisfjarskipti.

Athugasemdir, ef einhverjar eru, skulu sendar Byggingarfulltrúa Dalvíkurbyggðar, Ráðhúsi Dalvíkur, 620 Dalvík eða borkur@dalvikurbyggd.is fyrir 5. janúar 2021. Einnig er hægt að óska eftir nánari upplýsingu hjá byggingafulltrúa.

Berist engar skriflegar athugasemdir við fyrirhugaða framkvæmd, innan tilskilins frests, er litið á það sem samþykki fyrir framkvæmdinni.

Mynd 1
Mynd 2

Bókun umhverfisráðs á 344. fundi þann 20. nóvember 2020, fjarskiptamastur við Gunnarsbraut 4, Dalvík - Málsnúmer 202011061:

Með innsendu erindi dags. 30. október 2020 óskar Neyðarlínan eftir leyfi til uppsetningar á 30 metra fjarskiptamastri ásamt tækjahúsi og varaaflsstöðvarhúsi við Gunnarsbraut 4 á Dalvík samkvæmt meðfylgjandi gögnum.

Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og leggur til að sviðsstjóra sé falið að grenndarkynna verkefnið fyrir eftirfarandi nágrönnum.

Samþykki eigenda Gunnarsbrautar 4

Grenndarkynnt fyrir eftirtöldum aðilum:

Gunnarsbraut 6 og 10
Karlsbraut 2 til 20
Karlsrauðatorg 4 og 6
Ránarbraut 1,2,4A,4B,5,7,9 og 10

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
Staðfest í sveitarstjórn 24. nóvember 2020.