Framkvæmdum við háhraðatengingar seinkar

Meirihluti bjóðenda í háhraðaútboði fjarskiptasjóðs hefur samþykkt að framlengja gildistíma útboðsins. Tilboð voru opnuð 4. september síðastliðinn og bárust sjö tilboð frá fjórum aðilum.
Ríkiskaup fór þess á leit við bjóðendur fyrir hönd fjarskiptasjóðs að þeir framlengdu gildistíma tilboða sinna til 20. janúar næstkomandi. Ástæða fyrir beiðninni er það ástand sem nú ríkir í efnahagsmálum. Vonir standa til þess að samningar megi takast um framkvæmd verkefnisins áður en hinn framlengdi gildistími tilboðanna rennur út. Verkinu mun seinka nokkuð vegna þessarar tafar.
Sjö tilboð bárust í háhraðanetþjónustu. Tilboðin voru á bilinu frá 379 milljónir króna til fimm milljarðar. Tilboð frá Símanum var lægst en það hljóðar uppá 379 milljónir króna. Gert er ráð fyrir að uppbyggingin taki 12 mánuði.
Markmiðið með útboðinu var að veita öllum landsmönnum sem þess óska aðgang að háhraðanettengingu. Snýst verkefnið um uppbyggingu á háhraðanetsþjónustu á svæðum sem markaðsaðilar hafa ekki eða munu ekki bjóða uppá slíkar tengingar á markaðslegum forsendum. Felur útboðið í sér stuðning fjarskiptasjóðs við uppbyggingu á háhraðanettengingum á skilgreindum stöðum samkvæmt útboðinu en það eru lögheimili með heilsársbúsetu eða fyrirtæki með starfsemi allt árið þar sem háhraðnettengingar eru ekki fyrir hendi