Framkvæmdir í Ráðhúsinu

Miklar framkvæmdir standa nú yfir í Ráðhúsinu á Dalvík. Verið er að setja lyftu í húsið, sem mun bæta aðgengi allra að stofnunum og fyrirtækjum sem starfa í húsinu. Þegar lyfta er komin munu bæjarstjórnarfundir verða haldnir í fundarsal Dalvíkurbyggðar á þriðju hæð og mun sá salur verða stækkaður á næstunni. Bæjarstjórnarfundir hafa verið haldnir í Safnaðarheimili Dalvíkurkirkju. Eftir að framkvæmdum lýkur á uppsetningu lyftu verður anddyrið tekið í gegn og settar hurðir sem opnast sjálfkrafa.