Framkvæmdasumarið 2025

Framkvæmdasumarið 2025

Nú þegar sumarið er hálfnað þá er upplagt að fara yfir stöðuna á þeim framkvæmdum sem hafa verið í gangi í sumar. 

Sundlaugin á Dalvík var loksins opnuð aftur eftir miklar endurbætur. En það er markmiðið að þeim sé lokið núna til lengri tíma. 


Í byrjun sumars þá var tekin í notkun ný flotbryggja í Dalvíkurhöfn og er mikil ánægja með með nýju bryggjuna en hún er steypt og því mun stöðugri og þægilegri í umgengni en sú sem var fyrir. 


Búið er að skipa út flotbryggjunni sem sést hér fjær.

Í Dalvíkurskóla hefur verið vinna við að klæða og húða stafnana á norður og suður hlið eldri byggingu skólans. Sú framkvæmd gengur vel og er reiknað með henni verði lokið fyrir upphaf nýs skólaárs. 

Á skólalóðinni er svo verið að smíða rampa og braut fyrir hjólabretti, hjól og hlaupahjól. Búið er að malbika og er smíðavinna í fullum gangi og það verður spennandi að sjá hvernig "parkið" kemur út þegar það er full klárað, það er Eiríkur Helgason hjólabretta frumkvöðull sem hannaði og er að smíða nýja parkið, en hann hefur hannað og smíðað slík pörk út um allt land.

Hólavegur var tekinn í gegn þar sem búin voru til ný bílastæði meðfram götunni ásamt því var hellulagt og hefur ásýndin breyst töluvert. Nýtt malbik var lagt á Sandskeið frá gatnamótum að skíðabraut. Nú stendur svo til að setja nýtt malbik sunnan meginn í Böggvisbraut eftir að undirlag hefur verið lagað. 

Nýr vegur var tekinn í notkun frá Lokastíg og upp að kaldavatnstankinum í Bæjarfjallinu, sá vegur fékk nafnið Upsavegur. 
Alltaf gaman þegar mikið er um að vera og kapp er lagt á við að gera sveitarfélagið okkar fallegra og betra til búsetu.