Framkvæmdastjóri skíðasvæðis óskast til starfa

Viltu taka þátt í að móta og efla gott starf á skíðasvæðinu Böggvisstaðafjalli í Dalvíkurbyggð?

Dalvíkurbyggð óskar eftir að ráða metnaðarfullan og drífandi aðila í starf framkvæmdastjóra skíðasvæðis
Böggvisstaðafjalli til allt að tveggja ára með möguleika á ráðningu í framhaldinu.

Dalvíkurbyggð mun koma tímabundið að rekstri Skíðasvæðis í samvinnu við Skíðafélag Dalvíkur en gert er ráð fyrir því að tveimur árum liðnum verði reksturinn kominn alfarið í hendur Skíðafélags Dalvíkur.

Umsóknarfrestur er til og með 22. júlí 2012.


Starfssvið:
• Ábyrgð á öllum rekstri skíðasvæðis
• Starfsmannastjórnun
• Samningagerð og fjármálastjórn
• Viðhald og/eða skíðakennsla
• Kynningarstarf
• Samvinna við Skíðafélag Dalvíkur, skíðaiðkendur og aðila í ferðaiðnaði
• Afgreiðsla og önnur þau verkefni sem ganga þarf í


Menntunar- og hæfniskröfur:
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi
• Reynsla eða haldgóð þekking af rekstri
• Áhugi á starfi með skíðaiðkendum á öllum aldri
• Frumkvæði og þörf til að ná árangri
• Góð tölvuþekking og færni í að tjá sig í ræðu og riti
• Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
• Jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum


Frekari upplýsingar gefur íþrótta- og æskulýðsfulltrúi og skulu ferilskrár og kynningarbréf send rafrænt á
arni@dalvikurbyggd.is  og verður móttaka þeirra staðfest.

Umsækjendur þurfa að vera tilbúnir að framvísa sakavottorði ef til ráðningar kemur.

Nánari starfslýsing