Fræðslufundur um fuglavernd og fuglatengda ferðaþjónustu

Fræðslufundur um fuglavernd og fuglatengda ferðaþjónustu
 
Auðnutittlingur. Mynd: Jóhann Óli Hilmarsson

Miðvikudaginn 1. apríl næstkomandi verður fræðslufundur um fuglavernd og fuglatengda ferðaþjónustu á Náttúrusetrinu á Húsabakka og hefst fundurinn kl. 21:00. Erindi flytja Jóhann Óli Hilmarsson og Einar Þorleifsson frá Fuglaverndarfélagi Íslands.
 
Erindi Jóhanns Óla nefnist: Fuglatengd ferðaþjónusta á Íslandi og sérstaða Norðurlands. Hverjir koma og afhverju? Hvernig lokkum við þá hingað? Fuglatengd ferðaþjónusta og sérstaða Norðurlands. Aðstaða fyrir fuglaskoðara, hjálpargögn og annað.

Erindi Einars nefnist: Fuglar, náttúruvernd og líffræðileg fjölbreytni á Íslandi
þar fjallar hann um fuglalíf á Íslandi og brýnustu fuglaverndarmálin sem að lúta að fuglafriðlöndum, vernd sjaldgæfra fugla, búsvæðavernd, endurheimt votlendis en einnig umfuglafriðunar- og náttúruverndarlög. Einnig verður fjallað um breytingar á fuglalífi á Íslandi, fjölgun tegunda, loftslagsbreytingar og landnám nýrra fuglategunda.

Í fyrirlestrunum er fjöldi ljósmynda af fuglum og búsvæðum þeirra. en báðir eru þeir félagar mikilvirkir fuglaljósmyndarar. 

                                                         Allir eru velkomnir!