Fræðimannsíbúðin tekin í gagnið

Fræðimannsíbúðin tekin í gagnið
 
Stund milli stríða -Kristín Trausti og Eiríkur

Fræðimannsíbúðin á Húsabakka var tekin í gagnið eftir gagngera yfirhalningu hollvina Húsabakka. Íbúðin sem á síðustu starfsárum Húsabakkaskóla var nýtt sem kennslueldhús og vinnuaðstaða fyrir kennara var máluð hátt og lágt, sett upp ljós og gardínur og að lokum gædd lífi með húsgögnum. Mörg  hver voru til á staðnum en önnur fengin að láni hjá hollvinum Húsabakka. Stjórn hollvinafélagsins hefur borið hitann og þungann af þessum framkvæmdum en fleiri komu að verkinu m.a. á degi dugnaðar sem auglýstur vr í febrúar sl.

Fyrsti fræðimaðurinn til að notfæra sér aðstöðuna var Árni Daníel Júlíusson sagnfræðingur. Hann mætti á svarfdælskan mars, spilaði brús og dansaði gömlu dansasna auk þess sem hann leiddi gesti milli kirkna í Svarfaðardal ásamt Írisi Ólöfu safnstjóra í Hvoli. Árni Daníel dvaldi síðan í vikutíma í íbúðinni ásamt Birnu konu sinni seinni helming vikunnar. Sagðist  hafa náð óvenju góðri einbeitingu við ritstörf sín þennan tíma á Húsabakka og lofar það góðu um framhaldið.