Frá sveitarstjóra

Frá sveitarstjóra

Nýtt ár er gengið í garð. Ég þakka af hlýhug góð samskipti á liðnu ári og vona að það nýja verði ykkur öllum gleðilegt og hamingjuríkt.

Það er alls staðar nóg af verkefnum til að takast á við í upphafi ársins. Þá er gott að staldra við og meta stöðuna, í vinnu, í lífi og í leik. Hvað er aðkallandi, hvað má bíða, hvað má missa sín. Markmiðið væri að einfalda hlutina og lífið. Ganga beint í það sem þarf að gera strax og skipulegga sig fram í tímann með önnur verkefni þannig að vel fari. Í svona rýni er  gott að skoða hvað það er sem veitir manni hamingju og stefna markvisst í þá átt. Það er enginn bílstjóri í okkar lífi nema við sjálf.

Starfsdagurinn er framundan n.k. föstudag 25. janúar. Efnistök fræðsluerinda er kynning frá eineltisteyminu, kulnun í starfi og öflug liðsheild. Allt fróðlegt og gott efni sem starfsfólk getur vonandi nýtt sér í framhaldinu. Það er von mín að þið  getið gefið ykkur tíma til að sitja saman eftir starfsdaginn og njóta stundarinnar en það verður opið í Bergi til kl. 18.