Forstöðumaður safna - Björk Hólm

Forstöðumaður safna - Björk Hólm

Í byrjun október var samþykkt samhljóða af byggðaráði að leggja niður 50% starf forstöðumanns Byggðasafnins Hvols og sameina það 100% starfi bóka- og héraðsskjalasafnsins svo úr verði einn forstöðumaður safna. Sveitastjórn staðfesti tillögu byggðaráðs og var það gert á fundi nr. 306 þann 30.10.2018. Þessi samruni hefur þegar átt sér stað og gegnir Björk Hólm Þorsteinsdóttir nú starfi forstöðumanns safna. Samhliða þessari breytingu bættist við 50% stöðuhlutfall fyrir almennan safnastarfsmann og mun það nýtast að einhverju leiti á öllum söfnunum, þ.e. byggða-, bóka- og héraðsskjalasafninu.

Starfsemi og almennur rekstur safnanna verður að mestu óbreyttur en aukin samvinna og nýting á auðlindum verður höfð að leiðarljósi við alla skipulagningu starfsins. Ekki verður aukning á stöðugildum á söfnunum. Það eru miklir og spennandi möguleikar fyrir hendi og mikilvægt að nýta þá alla til hins ítrasta. Breytingin tók gildi 1. nóvember og tók þá við ákveðið þróunartímabil þar sem starfsmenn móta hugmyndir sínar og reyna á mismunandi aðferðir og útfærslu þeirra. Í lok janúar fer núverandi forstöðumaður, Björk Hólm í fæðingarorlof og var staða hennar auglýst til tímabundinnar afleysingar.