Forseti Íslands opnar nýja Kristjánsstofu á byggðasafninu Hvoli

Forseti Íslands opnar nýja Kristjánsstofu á byggðasafninu Hvoli

Byggðasafnið Hvoll, Dalvíkurbyggð, vill benda á að 28.maí kl. 14:00 opnar Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson nýja Kristjánsstofu, og Margrét Hallgrímsdóttir, þjóðminjavörður afhjúpar eftirgerð af Upsakristi á nýrri sýningu safnsins; Mannlíf og munir í Dalvíkurbyggð.

Í vetur hefur safnið í Hvoli verið lokað vegna mikilla breytinga sem hafa verið gerðar á safninu. Miðhæð safnsins hefur verið tekin í gegn og gólf dúkalögð og veggir málaðir. Þar með voru allir munir safnsins teknir niður og 28. maí mun afrakstur mikillar vinnu líta dagsins ljós með opnun tveggja nýrra sýninga.

Byggðasafnið Hvoll er fjölbreytt safn helstu hlutar þess er Jóhannsstofa Svarfdælings, Kristjánsstofa, Sýningin Mannlíf og minjar í Dalvíkurbyggð, náttúrugripir og Jarðskjálftasýning.

Í húsinu Hvoli eru hin og þessi skúmaskot og í hverju rými eru litlar sýningar sem vert er að skoða.

Byggðasafnið Hvoll