Forsetakosningar 25. júní 2016 - kjörskrá

Kjörskrá vegna kjörs forseta Íslands í Dalvíkurbyggð 25. júní 2016 liggur frammi almenningi til sýnis frá miðvikudeginum 15. júní nk. fram á kjördag í þjónustuveri Skrifstofa Dalvíkurbyggðar í Ráðhúsi Dalvíkur á venjulegum opnunartíma, alla virka daga frá kl. 10:00-15:00.


Kjósendur eru hvattir til þess að kynna sér hvort nöfn þeirra séu á kjörskrá. Kjósendur geta nú kannað á vefnum kosning.is hvort og þá hvar þeir eru á kjörskrá, sjá nánar http://www.kosning.is/forsetakosningar-2016/kjorskra/


Tekið verður á móti athugasemdum við kjörskrá í þjónustuveri Skrifstofa Dalvíkurbyggðar á venjulegum opnunartíma fram á kjördag. Viðmiðunardagur kjörskrár er 4. júní sl.

Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar