Föndurdagur fjölskyldunnar í Dalvíkurskóla


Föndurdagur fjölskyldunnar verður í Dalvíkurskóla föstudaginn 26. nóvember 2010 kl. 16:00 - 19:30.

Nemendur og fjölskyldur þeirra geta keypt efni til föndurgerðar í skólanum á vægu verði (frá ca. 100 – 1500 kr). Hafið með ykkur skæri, límstauk, liti(túss/tré), að jólaskapinu ógleymdu. Ekki senda börnin ein.

Nemendur í 10. bekk verða með kaffisölu í hátíðarsal til styrktar ferðasjóði sínum. Kaffihlaðborð kostar kr. 800 fyrir fullorðna, kr. 400. fyrir börn á skólaaldri og ókeypis er fyrir börn undir skólaaldri.