Flotbrú yfir bleyturnar

Flotbrú yfir bleyturnar

Sjö sjáfboðaliðar frá Frakklandi, Kanaríeyjum, Slóveníu, Rúmeníu og Finnlandi hafa undanfarna daga dvalið á Húsabakka við smíði 120 metra flotbrúar yfir votlendið sunnan Tjarnartjarnar. Verkefnið er styrkt af Framkvæmdasjóði ferðamannastaða. Brúin er sett er saman úr 30 fjögurra metra einingum. Undir flekunum eru flotholt sem búin eru í til í samstarfi Promens og áhaldahússins á Dalvík. Alla jafna liggur brúni í votlendinu og myndar nokkurs konar upphækkaðan göngustíg en þegar vatnsyfirborð rís eins og það á til að gera á þessum slóðum hækkar brúin og menn og konur komast yfir vatnið þurrum fótum. Brúin verður  tekin í notkun á næstu dögum og geta þá göngumenn og náttúruunnendur gengið þurrum fótum frá Húsabakka niður á árbakka jafnt á flóðatímum  sem öðrum tímum.

 
Sjálfboðaliðarnir vígreifu