Fjórða ganga Gönguviku Dalvíkurbyggðar, Gloppuskál

Fjórða ganga Gönguviku Dalvíkurbyggðar, Gloppuskál

Í dag var farin fjórða ganga gönguviku Dalvíkurbyggðar. Gengið var frá Þverá í Skíðadal og upp hlíðina að Kónginum sem trónir fyrir ofan Kóngstaði. Tuttugu og sex hófu göngu í ágætisveðri, þó rignt hafi yfir fólk allann tímann. Gangan frá Þverá upp í Gloppuskál að Gloppuvatni tekur á þar sem hlíðin er frekar brött. Þegar upp er komið þarf að fara yfir eggjar um 20 metra leið og er það ekki fyrir lofthrædda. Nokkrir snéru við þar en fóru niður fyrir og þaðan upp í Gloppuskál. Þegar yfir eggjar er komið blasir við breiður gangur sem genginn er upp á næsta hjalla. Þar er förinni heitið meðfram hlíðinni og inn í Gloppuskálina. Mikill þoka kom yfir hópinn í dag og byrgði útsýni. Mikill klettahringur umlykur Gloppuvatnið en það fékk göngufólk ekki að sjá í dag þannig að flestir ætla að fara fljótlega aftur. Farið var niður úr Gloppuskálinni og meðfram hlíðinni og þaðan niður. Þokan í dag fékk fólk þó til að ganga of langt og var hópurinn kominn ofan við Kóngstaði sem er næsti bær við Þverá. Það rigndi yfir göngufólkið í dag og var ekki þurran þráð að finna á flest öllum. Ferðin í dag tók í það heila fjórar klukkustundir og fjörtíu mínútur.

Veðurstofan lofar góðu veðri á morgun en þá er förinni heitið frá Kóngstöðum klukkan 11:00 upp að Steinboga og inn að Gljúfrárjökli og þaðan niður að Stekkjarhúsi.

Fleri myndir úr þessari ferð og öðrum hér