Fjölskylduhátíðin Fiskidagurinn mikli 2008 verður haldinn hátíðlegur í áttunda sinn laugardaginn 9. ágúst

Fjölskylduhátíðin Fiskidagurinn mikli er nú haldinn í áttunda sinn. Frá upphafi hefur markmið hátíðarinnar verið að fá fólk til þess að koma saman, skemmta sér og borða fisk. Ennfremur er allur matur og skemmtan á hátíðarsvæðinu ókeypis. Hátíðin er með svipuðu sniði og áður en alltaf er nýjum hugmyndum hrint í framkvæmd. Föstudaginn 8. ágúst verður tekin skóflustunga af nýrri íþróttamiðstöð í Dalvíkurbyggð og munu Ólympíufarar Dalvíkurbyggðar gera það. Vináttukeðjan verður mynduð aftur líkt og síðasta ár með þátttöku íbúa og gesta. Meðal aðila sem fram koma á Vináttukeðjunni eru Kristjana Arngrímsdóttir, Friðrik Ómar Hjörleifsson, Karlakór Dalvíkur og leikskólabörn í Dalvíkurbyggð. Vinátturæðuna flytur Jón Helgi Þórarinsson, 5.000 friðardúfublöðrum verður sleppt, mikið verður knúsast, knúskortinu dreift og í lokin mynda allir risaknús. Fiskisúpukvöldið sem svo sannarlega hefur slegið í gegn er á sínum stað kl. 20:15 og þar opna íbúar heimili sín og bjóða gestum og gangandi að smakka fiskisúpu.

Á sjálfum Fiskideginum mikla, laugardeginum 9. ágúst milli kl. 11:00 og 17:00 verður að vanda margt í boði. 15 réttir eru á matseðlinum og meðal nýjunga er: 120 tommu saltfiskpizzur, bakaðar í hverfisteypuofni Promens, saltfiskbollur, Ektaplokkfiskur og austurlensk kræklingasúpa að hætti Nings úr eyfirsku úrvals hráefni frá Norðurskel í Hrísey.
Skemmtidagskráin hefur aldrei verið eins fjölbreytt og nú. Dagskrá verður á aðalhátíðarsviðinu allan daginn og til viðbótar verða á annan tug fjölskylduvænna atriða vítt og breitt um hátíðarsvæðið, heiðurgestur Fiskidagins mikla 2008 forsætisráðherrann Geir H Haarde flytur ávarp. Fiskasýningin verður sú stærsta frá upphafi og að öllum líkindum sú stærsta í Evrópu með yfir 200 tegundir af ferskum fiski. Margt býr í hafinu“ 800 mynda sýning verður sett upp í sérhönnuðu húsi byggðu úr plastkerjum frá Promens. Sýningin er samvinnuverkefni Fiskidagsins mikla og 1. bekkinga í grunnskólum landsins. Sýningarhúsið lítur út eins fisakbein séð úr lofti – rétt eins og fiskurinn hafi verið snæddur á Fiskideginum mikla. Á annað hundrað skemmtikraftar koma fram á sviðinu og að þessu sinni eru velflestir á einn eða annan hátt tengdir byggðalaginu.

Fyrir hátíðina í fyrra kom Örn Ingi, Arnarauga, að máli við framkvæmdanefnd Fiskidagsins mikla með þá hugmynd að gera heimildarmynd um hátíðina. Örn Ingi tók upp efni í kringum síðasta Fiskidag og vann í vetur það gríðarmikla og óeigingjarna starf að klippa hana saman. Nú hefur litið dagsins ljós rúmlega tveggja tíma mynd og ákvað Fiskidagurinn mikli að gefa öllum heimilum í byggðarlaginu eintak af myndinni sem þakklætisvott fyrir mikið og gott sjálfboðaliðastarf í þágu hátíðinarinnar síðastliðin ár. Við gefum gestum Fiskidagsins einnig færi á að sjá myndina í leikhúsinu.
  
Fréttir af öðrum viðburðum í tengslum við Fiskidaginn mikla 2008

Ljósmyndasamkeppni Fiskidagsins mikla 2008
Fiskidagurinn mikli, Pedromyndir og Canon standa fyrir skemmtilegri ljósmyndasamkeppni sem allir geta tekið þátt í. Myndefnið verður að tengjast Fiskideginum mikla á einhvern hátt. Til að taka þátt skal velja hnappinn „ljósmyndasamkeppni“ á heimasíðu Fiskidagsins mikla www.fiskisdagur.muna.is og fylgið leiðbeiningunum. Glæsileg verðlaun verða veitt fyrir þrjú efstu sætin. Myndum er hægt að skila inn til mánudagsins 18. ágúst.
Fiskaskiltin – Skreytingar í byggðarlaginu
Allir íbúar í Dalvíkurbyggð fá sendan heim útsagaðan fisk og staur til að festa fiskinn á. Hvert heimili skreytir sinn fisk eftir sínu höfði. Fimmtudaginn fyrir Fiskidaginn mikla er fiskurinn settur út að lóðarmörkum þar sem gestir og gangandi geta séð hann. Mikil spenna og leynd ríkir yfir þessu verkefni, það verður skemmtilegt að fá sér göngutúr um bæinn og skoða þessa merkilegu listsýningu og annað Fiskidagsskraut.
Götunöfnin breytast
Fiskidagsvikuna breytast götunöfnin á Dalvík og er þá fyrri hluta nafnanna er breytt í fiskanafn. Nú hafa fulltrúar gatnanna í bænum dregið sér ný nöfn. Sem dæmi um hvernig nöfnin breytast verður Sunnubraut Steinbítsbraut og Bárugata Grásleppugata.
Sýningar í tengslum við Fiskidaginn mikla
·      Guðbjörg Ringsted sýnir í Krækishúsinu Hafnarbraut.
·      Ljósmyndasýning á hafnarbakkanum. 10 myndir úr ljósmyndasamkeppni Dalvíkurbyggðar og 10 myndir af hafnarsvæðinu frá síldarárunum frá Jóni Þ. Baldvinssyni.
·      Leikfélagið Sýnir setur upp leikritið Eyjuna í Hánefsstaðareit. Leikritið segir frá baráttu þriggja kvenna á eyðieyju.
·      Leikhópurinn Lotta sýnir Galdrakarlinn í Oz í kirkjubrekkunni í boði Samherja.
·      „Margt býr í hafinu“, 8oo mynda sýning í sérhönnuðu húsi á lóð Promens, á Fiskidaginn mikla.
·      Dagur og Dalvíkursleðinn í glugga Húsasmiðjunnar og í kirkjubrekkunni á Fiskidaginn mikla.
·      Sýning á skíðum Ólympíufara Dalvíkurbyggðar í sundlaug Dalvíkur.
·      Brúðubíllinn með 3 sýningar á Fiskidaginn mikla á hafnarsvæðinu.
·      Húni II verður til sýnis við hafnargarðinn.
·      Tveggja mastra seglskipið Haukur frá Norðursiglingu á Húsavík við hafnargarðinn.
·      Stærsta fiskasýningu í Evrópu þar sem sýndir eru yfir 200 tegundur af ferskum fiski.
·      Risaflugeldasýning á hafnargarðinum að kvöldi Fiskidagsins mikla í boði Björgunarsveitarinnar og Sparisjóðs Svarfdæla.
·      Bernd Ogrodnik sýnir brúðuleikritið „Klókur ertu, Einar Áskell“ í Víkurröst.
·      Heimildarmynd um Fiskidaginn